„Komst Jack ekki fyrir á hurðinni? “ er spurning sem flestir sem hafa séð kvikmyndina Titanic hafa spurt sig að. Núna eru 25 ár síðan Titanic kom á hvíta tjaldið og í tilefni þess ákvað leikstjórinn James Cameron að binda enda allar umræður um þetta með skemmtilegri tilraun.
Kvikmyndin Titanic fjallar um samnefnt skip sem sökk árið 1912 á leið sinni til Bandaríkjanna frá Bretlandi, með þeim afleiðingum að 2224 manns létu lífið.
Titanic sló í gegn um heim allan og var hún um tíma tekjuhæsta kvikmynd allra tíma. Hins vegar hefur endirinn á myndinni alltaf farið illa í suma áhorfendur og vilja þeir meina að það hafi verið nóg pláss á hurðinni sem Rose lá á þar til henni var bjargað. Á meðan sökk Jack niður í hyldýpið í einu sorglegasta atriði kvikmyndasögunnar.
.@GMA FIRST LOOK: @natgeo special “Titanic: 25 Years Later with James Cameron” will settle the debate once and for all: could Jack have survived?@JimCameron@natgeotv pic.twitter.com/OkKCXaEkvF
— Good Morning America (@GMA) February 2, 2023
Í þættinum Good Morning America var sýnt brot úr heimildarmyndinni Titanic: 25 Years Later with James Cameron. Þar var gerð tilraun um hvort karakterinn Jack, sem leikinn var af Leonardo DiCaprio hefði getað komist fyrir á hurðinni með Rose, sem lékin var af Kate Winslet.
Í kjölfar tilraunarinnar sagði Cameron að Jack hefði örugglega getað lifað af í einhverja klukkutíma hefði hann fengið að komast á hurðina með Rose. Einnig hefði hann mögulega komist í björgunarbát hefði Rose gefið honum björgunarvestið sitt. Cameron útskýrði þó að hugsunarferli Jack hefði verið að stofna ekki lífi Rose í hættu.
Cameron er ekki eini sem hefur ítrekað fengið spurninguna af hverju Jack komst ekki fyrir á hurðinni, en Leonardo DiCaprio hefur þurft að þola stöðugt áreiti vegna þessa umdeilda máls.
We asked @LeoDiCaprio if he could have fit on the door at the end of #Titanic, and his #OnceUponATimeInHollywood co-stars @MargotRobbie and Brad Pitt seemed to think so 😂😂😂 pic.twitter.com/nsOMZpXhFz
— MTV NEWS (@MTVNEWS) July 15, 2019