Leik­skólastarfsmaðurinn Thelma Björk Brynjólfs­dóttir birti mynd á Face­book-síðu sinni af páskaglaðningi sem hún fékk frá vinnu­veitanda sínum Reykja­víkur­borg. Eins og glöggir lesendur sjá er um að ræða eitt páska­egg af minnstu gerðinni.

Með páska­egginu fylgdu svo skila­boð frá Reykja­víkur­borg þar sem leik­skóla­starfs­fólki er þakkað fyrir „ó­metan­legt fram­lag við krefjandi og flóknar að­stæður“.

Thelma segir Reykavíkurborg senda starfsfólki sínu kaldar kveðjur með þessari páskagjöf en tekur það þó fram að leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem hún vinnur hafi verið svo góður að gefa starfsfólki sínu stórt páskaegg sjálfur í síðustu viku.

Færsla Thelmu hefur vakið mikla at­hygli á Face­book og þykir mörgum um bjarnar­greiða vera að ræða í ljósi þess að leik­skólar eru eina skóla­stigið sem ekki var lokað fram yfir páska sam­hliða hertum sótt­varnar­reglum sem tóku gildi í síðustu viku.

Færslu Thelmu má sjá hér að neðan.

Mikil umræða um að leikskólar séu opnir meðan grunn, mennta og háskólar eru lokaðir vegna covid 😣Við leikskólastarfsmenn...

Posted by Thelma Björk Brynjólfsdóttir on Wednesday, March 31, 2021