Leikararnir og leik­listar­kennararnir Ólöf Sverris­dóttir og Ólafur Guð­munds­son hafa starf­rækt leik­listar­skólann Opnar dyr í rúm ellefu ár. Að þeirra sögn hefur fjöldi fólks komið á nám­skeið hjá þeim sem hafa hjálpað fólki per­sónu­lega og í starfi. Þau ætla að halda ný nám­skeið í haust og mun það fyrsta hefjast í dag.

„Okkur fannst hrein­lega vanta svona nám­skeið þar sem full­orðnir fengju tæki­færi til að læra leik­list og í leiðinni að þroska sig og efla sjálfs­traust í gegnum skemmti­legar leik­listar­æfingar og spuna,“ segja þau Ólöf og Ólafur.

Mark­mið leik­listar­skólans Opnar dyr er að gefa full­orðnu fólki tæki­færi til að kynnast leik­rænni tjáningu í af­slöppuðu og öruggu um­hverfi. Leik­listar­nám­skeiðið býður upp á skapandi leik­list og sjálfs­styrkingu. Nám­skeiðin eru ætluð þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur, eflast og fá út­rás fyrir sköpunar­gleðina í spuna og leik.

Að sögn Ólafar og Ólafs hafa allir þörf fyrir að tjá sig og efla leik­ræna hæfi­leika sína. Þau bjóða því upp á skemmti­legar æfingar sem opna fyrir sköpunar­flæði og í­myndunar­afl og gefa fólki tæki­færi til að þroska sjálfs­öryggið á skapandi hátt. Þau segja nám­skeiðið henta öllum sem vilja tjá sig af öryggi hvort sem er í starfi eða leik.

Nánari upp­lýsingar um nám­skeiðin má finna á vef­síðunni opnar-dyr.com.