Banda­ríska leik­konan Olympia Du­kakis er látin, 89 ára gömul. Du­kakis vann til Óskars­verð­launa fyrir hlut­verk sitt í kvik­myndinni Moonstruck frá árinu 1987.

Í um­fjöllun Guar­dian um and­lát leik­konunnar kemur fram að bróðir hennar, Apollo Du­kakis, hafi til­kynnt and­lát hennar á Face­book í gær. Þar kom fram að heilsu hennar hefði hrakað undan­farna mánuði og lést hún í New York í gær­morgun.

Du­kakis er ef­laust þekktust fyrir hlut­verk sitt í áður­nefndri mynd Moonstruck en einnig fyrir hlut­verk sitt í kvik­myndinni Steel Magnoli­as.

Fyrir Moonstruck hlaut hún Óskarinn eins og áður segir en þar fór hún með hlut­verk móður aðal­per­sónunnar, sem leikin var af söng­konunni Cher. Nicholas Cage fór einnig með hlut­verk í myndinni en Du­kakis lék einnig í kvik­myndum eins og Look Who's Talking, Working Girl og Mr. Holland's Opus.