Leik­konan Kir­sti­e All­ey lést í gær, eftir snarpa bar­áttu við krabba­mein. Hún var 71 árs.

Börn leik­konunnar til­kynntu um and­lát hennar á sam­fé­lags­miðlum í gær­kvöldi, en í til­kynningunni kemur fram að leik­konan hafi verið um­vafin sínum allra nánustu síðustu dagana fyrir and­látið.

All­ey skaust hátt upp á stjörnu­himininn á níunda og tíunda ára­tug síðustu aldar, en margir muna ef­laust eftir leik­konunni í hlut­verki hinnar lit­ríku og kraft­miklu Rebeccu Howe í sjón­varps­þátta­röðinni Cheers, eða Staupa­steini, sem naut mikilla vin­sælda hér á landi um ára­bil. Fyrir það hlut­verk hlaut All­ey bæði Emmy verð­launin og Golden Globe verð­launin.

Sjónvarpsþættirnir Staupasteinn eru eflaust mörgum Íslendingum vel kunngir, en þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.
Fréttablaðið/Skjáskot

Þá lék hún á móti stór­leikaranum John Tra­volta í kvik­myndunum Look Who´s talking, Look Who´s talking too og Look Who´s talking now. Í seinni tíð var Kir­sti­e mikið á milli tannana á fólki, þá sér­stak­lega vegna holda­fars og tengsl sín við Vísinda­kirkjuna. Þá var hún ötull stuðnings­maður Donalds Trump þegar hann bauð sig fram til for­seta árið 2016 og lét hafa það eftir sér árið 2020 að hún hugðist kjósa hann aftur „vegna þess að hann er ekki stjórn­mála­maður.“

Börn níunda áratugarins muna án eflaust eftir kvikmyndunum Look Who´s talking, Look Who´s talking too og Look Who´s talking now, en þar leikur Alley á móti stórleikaranum John Travolta.
Fréttablaðið/Skjáskot

Sam­úðar­kveðjum hefur ringt yfir sam­fé­lags­miðla síðan fregnirnar bárust, en meðal þeirra sem hafa opnað sig um and­lát leik­konunnar er fyrrum mót­leikari hennar John Tra­volta.

„Sam­band mitt við Kir­sti­e var eitt af þeim ein­stökustu sem ég hef nokkurn tímann átt. Ég elska þig Kir­sti­e. Ég veit að við sjáumst á ný,“ skrifar Tra­volta á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Leik­konan Sharon Stone skilur eftir at­huga­semd við færslu Tra­volta.

„Hún var svo fyndin og hlý.“