Leikkonan Kirstie Alley lést í gær, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs.
Börn leikkonunnar tilkynntu um andlát hennar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi, en í tilkynningunni kemur fram að leikkonan hafi verið umvafin sínum allra nánustu síðustu dagana fyrir andlátið.
Alley skaust hátt upp á stjörnuhimininn á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en margir muna eflaust eftir leikkonunni í hlutverki hinnar litríku og kraftmiklu Rebeccu Howe í sjónvarpsþáttaröðinni Cheers, eða Staupasteini, sem naut mikilla vinsælda hér á landi um árabil. Fyrir það hlutverk hlaut Alley bæði Emmy verðlaunin og Golden Globe verðlaunin.

Þá lék hún á móti stórleikaranum John Travolta í kvikmyndunum Look Who´s talking, Look Who´s talking too og Look Who´s talking now. Í seinni tíð var Kirstie mikið á milli tannana á fólki, þá sérstaklega vegna holdafars og tengsl sín við Vísindakirkjuna. Þá var hún ötull stuðningsmaður Donalds Trump þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og lét hafa það eftir sér árið 2020 að hún hugðist kjósa hann aftur „vegna þess að hann er ekki stjórnmálamaður.“

Samúðarkveðjum hefur ringt yfir samfélagsmiðla síðan fregnirnar bárust, en meðal þeirra sem hafa opnað sig um andlát leikkonunnar er fyrrum mótleikari hennar John Travolta.
„Samband mitt við Kirstie var eitt af þeim einstökustu sem ég hef nokkurn tímann átt. Ég elska þig Kirstie. Ég veit að við sjáumst á ný,“ skrifar Travolta á samfélagsmiðlinum Instagram.
Leikkonan Sharon Stone skilur eftir athugasemd við færslu Travolta.
„Hún var svo fyndin og hlý.“
I love you, Kirstie. I will see you again someday. I can’t believe you’re gone. pic.twitter.com/9tFPBaXQQA
— Kristin Chenoweth (@KChenoweth) December 6, 2022
I felt lucky to know you @kirstiealley. Rest in peace, my friend. 💔 pic.twitter.com/2kNk7YUdM3
— Adam Carolla (@adamcarolla) December 6, 2022
Shocked and saddened by the news of Kirstie Alley. https://t.co/7usp1x43R4
— Travis Tritt (@Travistritt) December 6, 2022
My heart breaks for Kirstie and her family. Whether it was her brilliance in “Cheers” or her magnetic performance in the “Look Who’s Talking” franchise, her smile was always infectious, her laugh was always contagious and her charisma was always iconic. RIP 🙏 https://t.co/n5uIZoAlbb
— Josh Gad (@joshgad) December 6, 2022
I just head the news about #KirstieAlley. I’ve not spoke w/ her forever, but have her to thank for launching my career. She told me I was funny every single day on Veronica’s Closet, and I believed her. She threw the best parties and gave the parakeets as our wrap gift. Godspeed.
— Ever Carradine (@EverCarradine) December 6, 2022
Kirstie Alley is a wonderful actor who was always kind to me; even when she went full-Trump she never unfollowed me here & she always stayed friendly.
— John Fugelsang (@JohnFugelsang) December 6, 2022
She should've gotten an Oscar nomination for 1 hilarious scene as an enraged therapist in Woody Allen's "Deconstructing Harry." pic.twitter.com/2XH2XDqfgd
This is such sad news. A beautiful, brave, funny and beloved woman. Rest in Peace, Kirstie Alley. https://t.co/3kUpIkV7QB
— Megyn Kelly (@megynkelly) December 6, 2022