Mary Mara, 61 árs banda­rísk leik­kona, fannst látin í St. Lawrence-ánni í New York-ríki síðast­liðinn sunnu­dag. Lög­regla segir allt benda til þess að Mary hafi drukknað og að um slys hafi verið að ræða.

Hún átti að baki rúm­lega 30 ára far­sælan leik­listar­feril þar sem hún kom fram í ýmsum hlut­verkum í þekktum sjón­varps­þátta­seríum. Má þar nefna Criminal Minds, Ray Donovan, Shameless, Dexter, Lie to Me, Law and Or­der og Lost svo ein­hverjir séu nefndir.

Máls­at­vik liggja ekki fyrir, að því er fram kemur í frétt AP, en þó er haft eftir lög­reglu að ekkert bendi til þess að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað.

„Mary var frá­bær leik­kona og frá­bær manneskja,“ segir Cra­ig Dorf­man, um­boðs­maður Mary, í sam­tali við NBC News. „Hún var elskuð og dáð af öllum og hennar verður sárt saknað,“ bætti hann við.