Fáir þætt­ir hafa not­ið jafn mik­ill­a vin­sæld­a á streym­is­veit­unn­i Net­flix og þætt­irn­ir um bresk­u kon­ungs­fjöl­skyld­un­a, The Crown. Þar hafa þeir Matt Smith og Tob­i­as Menz­i­es far­ið með hlut­verk Fil­ipp­us­ar prins, sem lést í gær 99 ára að aldr­i. Smith lék Fil­ipp­us í fyrst­u tveim­ur ser­í­um þátt­ann­a og Menz­i­es þeirr­i þriðj­u og fjórð­u.

„Fil­ipp­us prins var mað­ur­inn. Hann viss­i það. 99 ára og út, sagð­i Smith eft­ir að frétt­ir bár­ust af and­lát­i eig­in­manns Elís­a­bet­ar Bret­a­drottn­ing­ar: „Það verð­ur ekki samt án þín,“ sagð­i hann enn frem­ur.

„Ef ég veit eitt­hv­að um her­tog­ann af Edin­­borg er það að hann mynd­­i ekki vilj­­a að ein­hv­er leik­­ar­­i sem lék hann í sjón­­varp­­in­­u gæfi álit sitt á ævi hans,“ sagð­­i Menz­­i­­es í gær. „Hvíld­­u í frið­­i,“ bætt­­i hann við.

Næst tek­ur við hlut­verk­i Fil­ipp­us­ar bresk­i leik­ar­inn Jon­a­t­han Pryc­e í fimmt­u ser­í­u þátt­ann­a. Hann hef­ur sagt að hlut­verk­i sé mik­il á­skor­un en verð­i engu að síð­ur sönn á­nægj­a.

Pryc­e fer með hlut­verk Fil­ipp­us­ar í fimmt­u ser­í­u þátt­ann­a, sem eiga sér stað á 10. ár­a­tugn­um og eft­ir ald­a­mót.
Fréttablaðið/Getty