Leik­ar­inn og leik­stjór­inn Þröst­ur Guðbjartsson er lát­inn 68 ára að aldr­i. Hann lést 17. júlí á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans. Þröst­ur var þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í Sód­óm­a Reykj­a­vík í leik­stjórn Óskars Jónassonar þar sem hann fór með hlut­verk Ella og lék einn­ig í kvik­mynd­inn­i Agnes eft­ir Egil Eð­varðs­son, sjón­varps­þátt­un­um Dag­vakt­inn­i, Heims­end­i og Borg­ar­stjór­an­um á­samt fleir­u.

Þröst­ur lauk námi frá Leik­list­ar­skól­a Ís­lands árið 1978 og starf­að­i sem laus­ráð­inn leik­ar­i og leik­stjór­i hjá ýms­um leik­hús­um og leik­hóp­um, til að mynd­a Borg­ar­leik­hús­in, Þjóð­leik­hús­in­u, Leik­fé­lag­i Akur­eyr­ar og fleir­um að því er seg­ir á Leik­list­ar­vefn­um. Hann sett­i á svið tæp­leg­a 80 leik­sýn­ing­ar á ferl­i sín­um.

Hér má sjá mynd­skeið úr Sód­óm­a Reykj­a­vík af Þrest­i í hlut­verk­i Ella.