Lífið

Leikari úr Modern family fannst látinn

Jackson Odell lést á heimili sínu í Kaliforníu, hann var tvítugur að aldri.

Leikarinn Jackson Odell fannst látinn á heimili sínu síðasta föstudag hann var tvítugur þegar hann lést. Fréttablaðið/Getty

Leikarinn Jackson Odell sem lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Modern family fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu síðasta föstudag.

Lögreglan telur að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Jackson sem var tvítugur hóf leiklistarferilinn 12 ára gamall þegar hann lék í þáttunum Modern family en hann kom einnig fram í þáttunum Arrested development og iCarly.

Hann varð þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ari Caldwell í sjónvarpsþáttaröðinni The Goldbergs á árunum 2013 -2015.

Jackson var einnig tónlistarmaður en samdi tónlistina í kvikmyndinni „Forever My Girl“ sem var frumsýnd í janúar á þessi ári.

 Í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá segir meðal annars; 

„Við höfum misst elskaðan son og bróður, Jackson Odell. Hann mun ávallt vera ljós á himnum, hæfileikaríkur, elskulegur og frábær. Hann hafði margt að gefa. Fjölskylda okkar mun halda minningu hans á lofti. Það er von okkar að þeir sem þekkt hann og virtu geri það líka. Við syrgjum hann mjög og munum ná reyna að átta okkur á missinum. Það verða ekki fleiri tilkynningar frá fjölskyldunni um málið. „

Leikarinn ungi, Jackson Odell ásamt samleikurum sínum í þáttunum Modern family þeim Jesse Tyler Ferguson og Eric Stonestreet. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Ant­hony Bour­dain látinn

Anthony Bourdain

Segir Bour­dain hafa verið ein­stak­lega ljúfan

Lífið

Fjöl­margir flýja Ís­lenskar sam­særis­kenningar

Auglýsing

Nýjast

James Cor­d­en og Ariana Grande flytja óð til Titanic

Veröldin getur alltaf á sig blómum bætt

Fjórgift þremur mönnum, þarf ekki einn til viðbótar

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Samdi lítið lag á kassagítar til dóttur sinnar

Sund­­­ið nær­­­ir lík­­­am­­­a og sál

Auglýsing