Aðal­leikararnir þrír úr hinum geysi­vin­sælu gaman­þáttum Sex Edu­cation sem sýndir eru á Net­flix, þau Emma Mack­ey, Asa Butterfi­eld og Ncuti Gatwa, tjá sig um vin­sæl á­greinings­efni í bráð­skemmti­legu mynd­bandi sem sjá má neðst í fréttinni.

Önnur sería þáttanna fór ný­verið í loftið á banda­rísku streymis­veitunni og hefur hún notið gífur­legra vin­sælda. Í mynd­bandinu lesa krakkarnir upp hin ýmsu á­lita­mál, meðal annars hvort að ananas eigi heima á pizzu og hvort að krossant sé í raun og veru bara sæta­brauð.

„Hvernig dirfist....hvernig dirfist ein­hver....að segja að krossant sé brauð?!!? Ef það er annar ykkar!!“ segir hin bráð­skemmti­lega franska leik­kona Emma Mack­ey. „Ég held ég sé með þrjá­tíu þúsund ó­opnuð skila­boð í póst­hólfinu mínu,“ segir Ncuti á léttu nótunum.