Bachelor-stjarnan Peter Webber, eða Pilot Pete eins og hann er oft kallaður, og Kell­ey Flanagan eru nú hætt saman eftir tæp­lega árs sam­band en Weber var pipar­sveinninn í 24. þátta­röðinni sem sýnd var í upp­hafi árs 2020.

Sam­band þeirra vakti mikla at­hygli en Flanagan, sem var keppandi í þáttunum, var ekki valin af Weber í þáttunum.

Weber og Flanagan kynntust rétt áður en 24. þátta­röð Bachelor var tekin upp en Weber valdi að lokum Hannah Ann Sluss í þáttunum. Fljót­lega kom þó í ljós að þeirra sam­band hefði fjarað út og í maí 2020 greindi Weber frá því að hann og Flanagan væru byrjuð saman.

Hinn 28 ára Webber greindi frá því á Insta­gram síðu sinni síðast­liðinn fimmtu­dag að leiðir þeirra hafi skilið en hann sagði að þrátt fyrir að sam­band þeirra hafi verið upp­fullt af fal­legum minningum hafi það á endanum ekki gengið upp.