Glúm­ur Bald­vins­son, odd­viti Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins, og Lína Rut Wil­berg, myndlistarmaður, eru hætt sam­an. Smart­landgreindi frá þessu í dag.

Glúmur og Lína Rut byrjuðu saman fyrr á árinu og greindi Glúm­ur frá því á Face­book að hann væri svo lán­sam­ur að loks­ins hefði kona viljað hann.

Lína Rut hefur verið mjög virk í listinni síðustu ár en sem dæmi má nefna er ­stórt verk eft­ir hana til sýn­is í Galle­rí Fold um þess­ar mund­ir. Glúmur vakti mikla athygli fyrir eftirminnilega kosningabaráttu fyrir Frjáls­lynda lýðræðis­flokkinn í alþingiskosningunum í haust en það dugði þó ekki til að ná manni inn á þing.

Nú er hins vegar komið að leiðarlok­um hjá Glúmi og Línu og óskum við Glúmi og Línu Rut alls hins besta!