Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Brynjólfur Löve Mogen­sen og í­þrótta­konan Edda Falak eru nú hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band en þetta kemur fram í frétt Smart­lands um málið.

Fréttir af sam­bands­sliti parsins koma í kjöl­far þess að á­hrifa­valdurinn Kristín Péturs­dóttir, barns­móðir Binna, greindi frá því að hún væri komin á fast með Sindra Þór­halls­syni, verslunar­stjóra í versluninni Húrra.

Vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum

Brynjólfur, eða Binni eins og hann er oftast kallaður, starfar nú sem verk­efnis­stjóri sam­fé­lags­miðla hjá Ár­vakri, út­gáfu­fé­lagi mbl.is, en Edda keppir í Cross­fit og er næringar­þjálfari. Bæði hafa þau verið á­berandi á sam­fé­lags­miðlum.

Ó­hætt er að segja að sam­band þeirra hafi vakið mikla at­hygli, ekki síst eftir að greint var frá því að Binni hafi fengið sér tattú með nafni Eddu eftir að­eins nokkurra vikna sam­band.

Þá vakti parið aftur at­hygli þegar Edda greindi frá því að flestir voru farnir að kenna hana við Binna og spurt hvernig það væri að vera „þekkt sem kærasta Binna,“ en hún svaraði með því að hún væri „bara Edda Falak.“

Færslur parsins á samfélagsmiðlum síðastliðna daga hafa vakið mikla athygli.