Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin 18. júní til 10. júlí. Á sjötta tug framúrskarandi innlendra og erlendra tónlistarmanna koma fram á átta tónleikum, en hátíðin býður einnig upp á fimm námskeið. Sönghátíð í Hafnarborg fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020.

Á Sönghátíð í Hafnarborg er ekki einungis leitast við að leggja rækt við list augnabliksins, heldur er einnig horft til framtíðar með því að birta á YouTube-síðu hátíðarinnar valdar myndbandsupptökur af tónleikum og viðtöl við söngvara.

Miðasala fer fram á tix.is. Dagskrána má sjá á vefsíðunni www.songhatid.is.