Lífið

Lego-Titanic Brynjars komið til hafnar í Tennes­­­see

Risamódelið af örlagafleyinu Titanic, sem Brynjar Karl Birgisson, setti saman úr 56.000 Legó-kubbum er komið til Bandaríkjanna þar sem það verður til sýnist næsta rúma árið. CNN segir ítarlega frá afreki Brynjars í dag.

Brynjar Karl Birgisson verður í sviðsljósinu á Titanic-safninu í Tennessee um helgina.

Brynjar Karl Birgisson vakti mikla athygli þegar hann byggði risavaxið líkan af skemmtiferðaskipinu Titanic fyrir nokkrum árum. Fleyið hefur farið víða og er nú komið á Titanic-safnið í Tennessee í Bandaríkjunum þar sem það verður til sýnis næstu misserin.

CNN greinir ítarlega frá þessu afreki Brynjars sem tók hann ellefu mánuði og rúmar 700 klukkustundir að ljúka. CNN rekur sögu Brynjars, sem er á einhverfurófi, í ítarlegri umfjöllun og fer fögrum orðum um hugmyndaauðgi og elju Íslendingsins unga sem var ellefu ára þegar hann hófst handa.


Brynjar Karl við afhjúpun stórfleysins 2015. Fréttablaðið/Valgarður

Brynjar Karl er fimmtán ára í dag og segir við CNN að þetta flókna verkefni hafi hjálpað honum mikið. Þegar hann byrjaði smíðina hafi hann átt erfitt með samskipti og því verið vansæll og einmana. Nú hafi hann öðlast slíkt sjálfstraust að hann geti talað um þetta afrek sitt í viðtölum við fjölmiðla.

CNN greinir frá því að Titanic-líkan Brynjars Karls hafi verið flutt frá Íslandi í þremur stórum pörtum og sett gætilega saman á safninu í Tennessee. Brynjar Karl ætlar að segja frá byggingunni og svara spurningum viðstaddra á sýningunni á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Framandi og kunnug­legt í bland í Skeifunni

Fólk

Ferskt og gott salat

Lífið

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Auglýsing

Nýjast

Harðkjarni og hiphop í portinu á Prikinu

Sætt og svalandi

Riðu berbakt í sveitinni

Vin­konur sem hafa fylgst að í tölvu­leikja­bransa í tólf ár

Dagur B. glímir við veikindi

Átta daga sumar­búðir fyrir verðandi mæður

Auglýsing