Lífið

Lego-Titanic Brynjars komið til hafnar í Tennes­­­see

Risamódelið af örlagafleyinu Titanic, sem Brynjar Karl Birgisson, setti saman úr 56.000 Legó-kubbum er komið til Bandaríkjanna þar sem það verður til sýnist næsta rúma árið. CNN segir ítarlega frá afreki Brynjars í dag.

Brynjar Karl Birgisson verður í sviðsljósinu á Titanic-safninu í Tennessee um helgina.

Brynjar Karl Birgisson vakti mikla athygli þegar hann byggði risavaxið líkan af skemmtiferðaskipinu Titanic fyrir nokkrum árum. Fleyið hefur farið víða og er nú komið á Titanic-safnið í Tennessee í Bandaríkjunum þar sem það verður til sýnis næstu misserin.

CNN greinir ítarlega frá þessu afreki Brynjars sem tók hann ellefu mánuði og rúmar 700 klukkustundir að ljúka. CNN rekur sögu Brynjars, sem er á einhverfurófi, í ítarlegri umfjöllun og fer fögrum orðum um hugmyndaauðgi og elju Íslendingsins unga sem var ellefu ára þegar hann hófst handa.


Brynjar Karl við afhjúpun stórfleysins 2015. Fréttablaðið/Valgarður

Brynjar Karl er fimmtán ára í dag og segir við CNN að þetta flókna verkefni hafi hjálpað honum mikið. Þegar hann byrjaði smíðina hafi hann átt erfitt með samskipti og því verið vansæll og einmana. Nú hafi hann öðlast slíkt sjálfstraust að hann geti talað um þetta afrek sitt í viðtölum við fjölmiðla.

CNN greinir frá því að Titanic-líkan Brynjars Karls hafi verið flutt frá Íslandi í þremur stórum pörtum og sett gætilega saman á safninu í Tennessee. Brynjar Karl ætlar að segja frá byggingunni og svara spurningum viðstaddra á sýningunni á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hrókurinn heim­­sækir öll sveitar­­fé­lög landsins

Helgarblaðið

Augun lýsa ótta, fram á aðra fangavist hann sér …

Lífið

„Stein­hissa ef Sindri flótta­maður væri ekki hérna líka“

Auglýsing

Nýjast

Helgarblaðið

Skemmtilegast að fara í ísbúðina

Helgarblaðið

Fanga hreyfingar dansarans

Viðtal

„Mér var hafnað frá fyrsta degi“

Helgarblaðið

Ókeypis sálfræðitímar hjá ömmu

Lífið

Fékk „subbu­lega gjöf“ frá eigin­manninum

Lífið

Appel­sínu­gulur sjó­maður leitar að vegg

Auglýsing