Leikkonan Leah Bracknell er látin, þremur árum eftir að hafa greinst með fjórða stigs lungnakrabbamein. Hún var 55 ára gömul þegar hún lést í síðasta mánuði. Þetta tilkynnti talsmaður hennar í dag.

Leikkonan sem gerði garðinn frægan í bresku sápuóperunni Emmerdale lék þar Zoe Tate, sem var fyrsta samkynhneigða konan sem skrifuð var inn í þættina. Hún lék í þáttunum samfellt í um 16 ár.

Í tilkynningu frá talsmanni leikkonunnar fyrir hönd fjölskyldu hennar segir: “Við viljum öll þakka fyrir stuðninginn sem okkur og Leuh barst í baráttu hennar við krabbameinið síðastliðin ár.”