kynning

Lausn að árangri sem endist

KYNNING - „Heilsulausnir eru fyrir alla sem vilja gera markvissar breytingar á daglegu lífi sínu og laga lífsstílinn til langframa,“ segir Óskar Jón Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg.

Óskar Jón leggur áherslu á að öllum sé mætt þar sem þeir eru staddir. MYND/EYÞÓR

Óskar er að vísa í námskeiðið Heilsulausnir sem verið hefur í stöðugri þróun síðastliðin sjö ár. Á námskeiðinu hafa yfir 3.000 manns náð frábærum árangri, og það sem mest er um vert, árangri sem endist.

„Það fara að vísu engin kíló fyrir hádegi fyrsta daginn, en þegar þau eru farin koma þau ekki aftur,“ segir Óskar. „Þess vegna eru Heilsulausnir einstakur kostur fyrir þá sem orðnir eru leiðir á töfralausnum og skyndiátökum og vilja breytingar til lengri tíma. Margir hafa farið í megrun og prófað alls kyns skyndilausnir en upplifað æ ofan í æ að tapa fyrir sjálfum sér í átökum sem ganga út á að koma ójafnvægi á líkamann.“

Þeir sem skrá sig í Heilsulausnir sækjast eftir faglegri nálgun þar sem ýmis verkfæri eru veitt til sjálfshjálpar á vegferðinni um betri lífsstíl og heilsufar.

„Við göngum út frá þeirri staðreynd að engir tveir eru eins. Því þarf að aðlaga hlutina að hverjum og einum og finna lausnir sem þeim hentar,“ útskýrir Óskar.

Hann segir suma koma til að léttast og aðra til að líða betur.

„Við vinnum markvisst með hreyfingu og mataræði en hugum líka að svefni, streitu og andlegum þáttum. Heilsulausnir eru því heildrænt námskeið og mikilvægt að fólk átti sig á að það er ekki skyndiverkefni heldur skuldbinding til lengri tíma, eða í sex eða tólf mánuði,“ segir Óskar.

Þeir sem taka þátt í Heilsulausnum hreyfa sig þrisvar í viku á föstum tíma og hálfsmánaðarlega eru fræðslufundir þar sem unnið er með næringu, matarvenjur og matarskammta.

„Við leggjum áherslu á að iðkendur Heilsulausna fái reglu í daglegt líf sitt og stilli líkamsklukkuna, sem er mikilvægt til að ná árangri. Við hjálpum fólki líka að sinna sjálfsmyndinni vel því oft erum við sjálf okkar versti gagnrýnandi, en það er mikilvægt að vera sáttur við sjálfan sig og bera virðingu fyrir sjálfum sér. Það er líka mikils virði að njóta lífsins og gleðjast. Hjá okkur er því ekkert bannað og við erum meira í því að hjálpa fólki að eiga í jákvæðu sambandi við mat í stað þess að hrella sig með boðum og bönnum,“ segir Óskar.

Hann bætir við að lykill að árangri til langs tíma sé jákvætt hugarfar og regla sem geri heilsurækt að eðlilegum hluta af daglegri rútínu.

„Við röðum iðkendum Heilsulausna í tíma sem þeim hentar best að mæta; ekki eftir því hversu hratt þeir hlaupa eða þungu þeir lyfta. Þjálfarar Heilsuborgar eru vanir því að stýra mismunandi tegundum æfinga á sama tíma og því geta allir fundið æfingar við hæfi,“ útskýrir Óskar.

„Við mætum öllum þar sem þeir eru staddir, hjálpum þeim að læra á sjálfa sig og kennum þeim leiðir til að ná árangri sem endist. Starf Heilsuborgar byggir á gagnrýndum læknisfræðilegum aðferðum og allt starfsfólk er með háskólamenntun í sínu fagi og sýnir faglegan metnað og einstaka natni í starfinu sínu hér í Heilsuborg.“ 

Kynningarfundur um Heilsulausnir verður í Heilsuborg í dag, þriðjudaginn 13. mars klukkan 17.30. Fundurinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar eru á heilsuborg.is/heilsulausnir. Hægt er að kaupa námskeiðið á vefnum. Heilsuborg er á Bíldshöfða 9. Sími 560 1010. Sjá heilsuborg.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

kynning

Hundakæti – óritskoðuð dagbók

kynning

Bók opnar dyr inn í aðra heima

kynning

Jólagjöfin hennar fæst hjá Hrafnhildi

Auglýsing

Nýjast

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Auglýsing