Íslenskar Only-Fans stjörnur voru með allt frá 100 þúsund krónur upp í tæpar 400 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra sam­kvæmt á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem lögð var fram í gær.

Athygli vekur að tekjur Klöru Sifjar, launahæstu OnlyFans stjörnu árið 2020, hrundu um milljón eftir að hún hætti að framleiða efni á síðunni.

OnlyFans er samfélagsmiðill sem hýsir efni sem notendur á síðunni framleiða. Hægt er að gerast áskrifandi og greiða mánaðarlega upphæð fyrir efni frá notendum en langstærsti hópurinn framleiðir erótískt efni. Hér fyrir neðan má sjá tekjur íslenskra OnlyFans stjarna í fyrra.

Edda Lovísa Björgvinsdóttir

Edda Lovísa var með 383.460 krónur á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Hún hefur verið á OnlyFans í rúmlega tvö ár og þykir sláandi lík bandarísku söngkonunni Billie Eilish.

„Alveg þónokkrum sinnum,“ sagði Edda Lovísa í spjalli við Fréttablaðið í fyrra, spurð hvort henni hafi oft verið bent á líkindin við söngkonuna vinsælu.

Edda Lovísa er þekkt sem Skyler Grace á OnlyFans.

Ósk Tryggvadóttir

Ósk Tryggvadóttir var með 377.865 krónur á mánuði miðað við greitt útsvar.

Ósk byrjaði á OnlyFans snemma á árinu 2019 en langstærstur hluti viðskiptavina Óskar eru Íslendingar.

Ósk eða W I S H eins og hún heitir á OnlyFans.

Ingólfur Valur Þrastarsson

Ingólfur Valur var með 121.817 krónur á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Hann byrjaði á Onlyfans í miðjum kórónaveirufaraldrinum, í nóvember árið 2020. Hann sagði í viðtali við DV í fyrra að OnlyFans taki 20 prósent af tekjum notenda sinna.

Ingólfur Valur heitir WakeUpLaid á OnlyFans.

Birta Blanco

Birta Blanco var með 141.727 krónur á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Birta byrjaði á OnlyFans í apríl 2020 og er hún bæði með innlenda og erlenda áskrifendur á öllum aldri. Hún var í ítarlegu viðtali hjá DV fyrr á árinu en þar sagði hún mikla samkeppni á síðunni. Hún sagði leyndarmálið að baki vinsældum sínum vera persónuleiki hennar. ,

,Ég er bara ég sjálf, ekki að búa til nýja persónu eða leikrit sérstaklega fyrir OnlyFans. Það held ég að hafi helst komið mér áfram,” sagði hún við DV.

Birta Blanco birtir efni á OnlyFans undir nafninu Naughty By Nature.

Klara Sif Magnúsdóttir

Klara Sif var með 113.555 krónur á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar.

Laun hennar hrundu milli ára en til samanburðar var Klara með 1.143.648 kr. á mánuði árið áður. Vert er að nefna að Klara Sif tilkynnti á síðu sinni að hún væri hætt að framleiða efni á OnlyFans.

Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra sagðist Klara geta léttilega lifað á OnlyFans einu og sér. „En ég kýs að gera það ekki. Ég vinn á veitingastað hér á Akureyri og geri það aðallega fyrir félagsskapinn,“ sagði hún.

Klara Sif er Sif Magnusson á OnlyFans. Hún segir á síðu sinni að hún sé hætt en að áskrifendur geti enn nálgast gamalt efni eftir hana.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra í dag og næstu daga.