Andrew Garfi­eld laug að Emmu Stone um þátt­töku sína í nýjustu Spi­der­man myndinni Spi­der Man: No Way Home sem kom út í fyrra.

Garfi­eld lék sjálfur Spi­der­man í tveimur myndum sem komu út árið 2012 og 2014 á móti Emmu Stone en á sama tíma voru þau kærustu­par.

Í nýju við­talið í hlað­varpinu Happy Sad Con­fused sem stjórnað er af Josh Hor­owitz segir Garfi­eld frá því að Stone hafi sent honum skila­boð og spurt hvort hann væri í myndinni. Hann þóttist ekki vita um hvað hún væri að tala.

„Þú ert fífl,“ sagði Stone í skila­boðum til Garfi­eld eftir að hún sá myndina svo en þar fengu bæði hann og Tobey Maguire lítil hlutverk. Maguire lék einnig Spi­der­man þrisvar á tíma­bilinu 2002 til 2007.

Garfi­eld og Stone hættu saman eftir nokkurra ára sam­band árið 2015 en hafa frá því verið vinir og hafa nokkrum sinnum frá því þau hættu saman nefnt hvort annað í við­tali eða sam­skipti þeirra á milli.

Hér að neðan má sjá klippu úr við­talinu þar sem Garfi­eld lýsir því þegar Stone var að reyna að fá það upp úr honum hvort hann væri í myndinni.