Íslenska söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir flutti lag sitt „Like the Movies“ í spjallþætti Jimmy Kimmel í vikunni en fram kemur í þættinum að um sé að ræða fyrsta sjónvarpsflutning hennar í bandarísku sjónvarpi. Laufey Lín er nú á fullu að kynna nýja plötu sína Typical of Me.

„Enn í áfalli eftir gærkvöldið,“ segir Laufey á Instagram og þakkar Kimmel fyrir móttökurnar. Um 60 þúsund manns hafa líkað við færsluna og fjölmargir skilið eftir athugasemdir eins og söngkonan Þórunn Antonía og leikkonan Aníta Briem.

Hægt er að horfa á flutninginn hér að neðan.