Banda­ríski leikarinn Jason David Frank, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Power Rangers á tíunda ára­tug liðinnar aldar, er látinn, 49 ára að aldri. Jason, sem túlkaði Tommy Oli­ver, í fjöl­mörgum þáttum og myndum um Power Rangers lætur eftir sig fjögur börn.

Dánar­or­sök hefur ekki verið gefin út opin­ber­lega en í frétt Guar­dian kemur fram að hann hafi svipt sig lífi. Um­boðs­maður hans, Justine Hunt, segir að að­stand­endur hans þurfi nú frið á þessum erfiðu tímum til að syrgja ein­stakan föður og vin.

Power Rangers hóf göngu sína árið 1993 með þáttunum Mig­hty Morp­hin Power Rangers og nutu þættirnir strax mikilla vin­sælda vestan­hafs. Jason lék grænu hetjuna í þáttunum og var hún ein sú vin­sælasta hjá ungu kyn­slóðinni. Í kjöl­farið fylgdu hlut­verk í öðrum þáttum og myndum um hetjurnar lit­ríku.

Auk þess að vera leikari keppti Jason í blönduðum bar­daga­í­þróttum um tíma og var hann til dæmis með svarta beltið í Taekwondo.


Ef þú glímir við sjálfs­vígs­hugsanir geta fé­laga­sam­tök á borð við Pieta og Geð­hjálp veitt mikil­vægan stuðning. Hjálpar­sími Pieta, s. 552-2218, er alltaf opinn og sömu­leiðis Hjálpar­sími Rauða krossins, 1717 og net­spjallið 1717.is. Sorgar­mið­stöð, s. 551 4141 sinnir stuðningi við að­stand­endur og Heilsu­gæslan getur jafn­framt veitt að­stoð.