Á tón­leikum sumar­jazz­tón­leikaraðar veitinga­hússins Jóm­frúarinnar við Lækja­götu, í dag, 20. júní, kemur fram Latín­band kontra­bassa­leikarans Tómasar R. Einars­sonar. Óskar Guð­jóns­son leikur á saxó­fón, Kjartan Hákonar­son á trompet, Samúel Jón Samúels­son á básúnu, Ómar Guð­jóns­son á gítar og Matthías Hem­stock á trommur og slag­verk.

Á efnis­skrá verður úr­val af Latín­tón­list hljóm­sveitar­stjórans. Tón­leikarnir fara fram utan­dyra á Jóm­frúar­torginu. Þeir eru ó­keypis og hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17.