Banda­ríska leik­konan Anni­e Wersching er látin, 45 ára að aldri, eftir bar­áttu við krabba­mein.

Anni­e lék í fjöl­mörgum sjón­varps­þáttum á ferli sínum, meðal annars 24, Bosch, The Vampi­re Diares og The Runawa­ys svo ein­hverjir séu nefndir.

Anni­e lést í Los Angeles í gær­morgun og lætur hún eftir sig þrjá syni og eigin­mann, leikarann Stephen Full. Anni­e greindist með krabba­mein árið 2020.

Anni­e fæddist í St. Louis og lauk námi í leik­list árið 1999. Hún lék á sviði framan af en flutti til Los Angeles árið 2001 þar sem hún fékk sitt fyrsta hlut­verk í sjón­varpi í þáttunum Star Trek: Enterprise.