Bandaríska leikkonan Marnie Schulenberg er látin, 37 ára að aldri. Marnie kom víða við á leiklistarferli sínum og fór til að mynda með burðarhlutverk í sápuóperunni As the World Turns á árunum 2006 til 2010. Þá lék hún í þáttunum City On a Hill með Kevin Bacon.
Eiginmaður Marnie, leikarinn Zack Robidas, tilkynnti um andlát eiginkonu sinnar á samfélagsmiðlum í fyrradag. Marnie greindist með brjóstakrabbamein skömmu eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2019.
Zack sagði að Marnie hafi barist eins og hetja í veikindum sínum en þurft að játa sig sigraða að lokum.
Zack og Marnie gengu í hjónaband árið 2013 og eignuðust dótturina Coda, nú á þriðja aldursári, árið 2019.