Banda­ríska leik­konan Marni­e Schule­n­berg er látin, 37 ára að aldri. Marni­e kom víða við á leik­listar­ferli sínum og fór til að mynda með burðar­hlut­verk í sápu­óperunni As the World Turns á árunum 2006 til 2010. Þá lék hún í þáttunum City On a Hill með Kevin Bacon.

Eigin­maður Marni­e, leikarinn Zack Robidas, til­kynnti um and­lát eigin­konu sinnar á sam­fé­lags­miðlum í fyrra­dag. Marni­e greindist með brjósta­krabba­mein skömmu eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2019.

Zack sagði að Marni­e hafi barist eins og hetja í veikindum sínum en þurft að játa sig sigraða að lokum.

Zack og Marni­e gengu í hjóna­band árið 2013 og eignuðust dótturina Coda, nú á þriðja aldurs­ári, árið 2019.