Banda­ríska fyrir­sætan og á­hrifa­valdurinn Niece Wa­id­ho­fer er látin 31 árs að aldri. Grunur leikur á að hún hafi svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt TMZ.

Wa­id­ho­fer var mörgum að góðu kunn og var hún til dæmis með 4,2 milljónir fylgj­enda á Insta­gram. Í frétt New York Post kemur fram að Wa­id­ho­fer hafi glímt við and­leg veikindi um langt skeið og verið opin­ská um þá bar­áttu sína.

Wa­id­ho­fer var fædd í Hou­ston í Texas þann 27. ágúst 1990. Á­hyggju­fullir að­stand­endur hennar höfðu sam­band við lög­reglu eftir að þeir höfðu ekki heyrt frá henni í nokkurn tíma. Í frétt New York Post kemur fram að hún hafi í kjöl­farið fundist látin á heimili sínu í Houston.

Í yfir­lýsingu fjöl­skyldu hennar er Wa­id­ho­fer minnst með hlýjum orðum og sagt að hún hafi verið fal­leg, ljúf og við­kvæm sál. Hún hafi verið skapandi og hæfi­leika­rík og mikill húmor­isti þegar sá gállinn var á henni.

„Á sama tíma og það er sárs­auka­fullt að kveðja hlýjum við okkur við þá hugsun að hún er nú hjá föður sínum, afa sínum og ömmu, og er nú frjáls til að vera hún sjálf.“


Hjálp­ar­sím­i Rauð­a kross­ins 1717 er op­inn all­an sól­ar­hring­inn og hjá Pieta sam­tök­un­um er opið alla virk­a daga frá 9 til 16 en svar­að er í Pieta-sím­ann 552 2218 all­an sól­ar­hring­inn.