Lífið

Dagný og Ómar eignuðust dreng

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir missti vatnið við Laugardalsvöllinn stuttu eftir frækinn sigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn aðfararnótt þriðjudags. Fréttablaðið/EYÞÓR

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sitt fyrsta barn þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn. 

Nýfædda drengnum lá á að koma í heiminn en settur dagur var í júlí. Heimildir herma að Dagný hafi misst vatnið fyrir utan Laugardalsvöll rétt eftir landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM þar sem samherjar hennar í kvennalandsliðinu gerðu 2:0 sigur.

Landsliðskonan og Ómar Páll voru í einlægu viðtali við Fréttablaðið fyrr í vor þar sem hún ræddi meðal annars um fótboltaæfingar á meðgöngunni;

„Ljósmóðirin mín er mikið tengd inn í íþróttaheiminn og hún segir að um leið og ég finni einhver veikleikamerki í grindinni eigi ég að trappa mig niður. Auðvitað verð ég að vera skynsöm og á fótboltaæfingum sleppi ég tæklingum og spila öðruvísi leik en venjulega. En mér finnst geggjað að geta spilað.“

Aðspurður kveðst Ómar ekki hafa teljandi áhyggjur af Dagnýju og fóstrinu heldur treysti dómgreind hennar. „Hún hefur samt lent í að gera aðeins of mikið, meira en líkaminn segir henni að gera,“ bendir hann á og það viðurkennir hún hreinskilnislega.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Enginn hélt að sambandið myndi endast

Fótbolti

Hélt upp á sálfræðigráðuna með tveimur mörkum

Íslenski boltinn

Ísland - Slóvenía í beinni

Auglýsing

Nýjast

Fjöl­margir flýja Ís­lenskar sam­særis­kenningar

James Cor­d­en og Ariana Grande flytja óð til Titanic

Veröldin getur alltaf á sig blómum bætt

Fjórgift þremur mönnum, þarf ekki einn til viðbótar

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Samdi lítið lag á kassagítar til dóttur sinnar

Auglýsing