Margrét Vala Marteins­dóttir, for­stöðu­kona sumar­búða Reykja­dals segir í sam­tali við Frétta­blaðið vonast til þess að söfnun í WOW Cyclot­hon keppninni sem hefst í dag verði lyfti­stöng fyrir upp­byggingu í Reykja­dal. Það sé lang­þráður draumur að geta byggt nauð­syn­lega við­byggingu við sumar­búðirnar til að bæta að­stöðu og gesta. Sumar­búðirnar eru ætlaðar fyrir börn og ung­menni með líkam­legar og and­legar fat­lanir, en þær eru reknar af Styrktar­fé­lagi lamaðra og fatlaðra.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefst WOW Cyclot­hon í dag og er hjólað um landið til styrktar Reykja­dals en keppnin stendur yfir til 29. júní. Rúm­lega 570 kepp­endur hafa skráð sig til þátt­töku að þessu sinni og segir Margrét að það sé spenna í sumar­búðunum fyrir keppninni.

„Það er rosa­leg spenna í loftinu og við erum auð­vitað bara spennt fyrir hjóla­keppninni,“ segir Margrét. „Við erum auð­vitað bara fyrst og fremst þakk­lát fyrir að vera valin í þetta verk­efni enda hefur þetta rosa­lega mikla þýðingu fyrir okkur hérna í Reykja­dal,“ segir Margrét.

„Okkur hefur lengi dreymt um að geta stór­bætt að­stöðuna hérna hjá okkur með við­byggingu og við teljum að þetta verði mikil lyfti­stöng fyrir okkar verk­efni og geti gert þetta að veru­leika,“ segir Margrét en hún segir spurð að löngu sé orðin þörf á betri að­stöðu.

„Já, við erum með langa bið­lista hérna í Reykja­dal og að­staðan er hrein­lega bara sprungin. Þannig okkur vantar meira pláss og það er kominn tími til og okkur hefur dreymt um þetta lengi,“ segir Margrét. „Þetta er auð­vitað aðal­lega að­stöðu­munur, að geta boðið okkar gestum upp á betri að­stöðu.“

Margrét segir að ætlunin sé að standa við þjóð­veginn á eftir þegar kepp­endur hjóla fram hjá við Reykja­dal í kvöld og hvetja kepp­endur á­fram. „Við ætlum að vera með hvatningar­lið og reyna að hvetja fólk á­fram,“ segir Margrét létt í bragði.

„Og vonum auð­vitað bara svo sannar­lega að fólk taki þátt og styrki starf­semi Reykja­dals með fram­lögum til kepp­enda,“ segir Margrét. „Við erum svo ó­trú­lega þakk­lát fyrir þennan stuðning.“

Hægt er að heita á kepp­endur og lið í WOW Cyclot­hon og þar með leggja Reykjadali lið á heimasíðu keppninnar.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend