Í hvaða skóla gengur þú? Í Hörðuvallaskóla í Kórahverfinu í Kópavogi og ég er í fimmta bekk.

Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í ensku og stærðfræði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgari og pabbanúðlur eru best.

Kanntu að baka? Já, en bara með uppskrift. Mér finnst allar kökur góðar.

Áttu þér einhver sérstök áhugamál? Ballett og táskór og enska og stærðfræði eru helstu áhugamálin mín.

Áttu þér uppáhaldsbók? Nei, ég á enga uppáhaldsbók en ég á uppáhaldsrithöfund, David Walliams. Uppáhaldsbókin mín eftir hann heitir Vonda frænkan.

Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Lögga. Það er eitthvað svo spennandi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með vinum þínum? Mér finnst skemmtilegast að vera úti að leika eða fara í bíó eða keilu.