Helgarblaðið

Langar að verða lögga það er eitthvað svo spennandi

Embla Karen Garpsdóttir hefur áhuga á ballett og táskóm og svo finnst henni líka gaman að lesa bækur eftir David Walliams. Embla Karen er tíu ára gömul.

Embla Karen fær stundum að baka og finnst það gaman. Fréttablaðið/Sigtryggur

Í hvaða skóla gengur þú? Í Hörðuvallaskóla í Kórahverfinu í Kópavogi og ég er í fimmta bekk.

Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í ensku og stærðfræði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgari og pabbanúðlur eru best.

Kanntu að baka? Já, en bara með uppskrift. Mér finnst allar kökur góðar.

Áttu þér einhver sérstök áhugamál? Ballett og táskór og enska og stærðfræði eru helstu áhugamálin mín.

Áttu þér uppáhaldsbók? Nei, ég á enga uppáhaldsbók en ég á uppáhaldsrithöfund, David Walliams. Uppáhaldsbókin mín eftir hann heitir Vonda frænkan.

Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Lögga. Það er eitthvað svo spennandi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með vinum þínum? Mér finnst skemmtilegast að vera úti að leika eða fara í bíó eða keilu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Helgarblaðið

Ótrúleg saga Vivian Maier

Helgarblaðið

Delete-takkinn er aðaltakkinn

Auglýsing

Nýjast

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Auglýsing