Landsmenn neyta ófáum tilbúnum samlokum á degi hverjum. Hangikjöts- og rækjusalatssamlokur eru jafnvel oft nefndar sem einn af þjóðarréttum Íslendinga.

Mikið framboð er af slíkum samlokum hérlendis en Sómi er óneitanlega stærsti framleiðsluaðilinn á markaðnum. Sómi framleiðir einnig samlokur undir vörumerkjum Júmbó og Bónussamlokur.

Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hvað væri vinsælasta Sómasamloka landsmanna. Í svari Sóma við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram hvaða samlokur eru á topp fimm listanum.

  1. Langlokurist pepperoni Taco
  2. Roastbeefsamloka
  3. Rækjusamloka
  4. Hangikjötssamloka
  5. Samloka með kjúkling og egg

Að sögn Arnþórs Pálssonar, einum af eigenda Sóma, er pepperoni taco lang vinsælasta varan hjá fyrirtækinu. Um er að ræða langloku með pepperoni, skinku, tacosósu og osti.

Sómi framleiðir um 20 þúsund stykki af samlokum og öðrum vörum daglega. T.d. salöt, hummus og pestó. Vinsælasta salatið er rækjusalat en fast þar á eftir kemur túnfisksalatið.