Lokaþáttur Verbúðarinnar verður sýndur á RÚV í kvöld og ljóst er að landsmenn iða í skinninu að komast að því hvernig saga útgerðarvinanna endar.
Margir netverjar hafa undirbúið sig undir lokaþáttinn með því að birta gamlar myndir af sér á samfélagsmiðlum frá þeim tímum er Verbúðin gerðist.
Meðal þeirra sem birt hafa myndir af sér eru forsetafrúin Eliza Reid, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Birta Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, og ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, sem reið á vaðið strax eftir annan þátt seríunnar.
Þá sagðist leikarinn og útvarpsmaðurinn Felix Bergsson hafa unnið leikinn og birti mynd af sér frá tónleikum með Greifunum árið 1986 og Gísli Örn Garðarson, einn af höfundum og aðalleikurum Verbúðarinnar, birti mynd af sér að reikna úr fiskveiðiheimildir árið 1990 á forláta reiknivél.
Ljóst er þó að yngri kynslóðir eru fjarri góðu gamni í þessum leik þar sem sögusvið þáttanna er 9. áratugur síðustu aldar, þegar stór hluti landsmanna var ekki fæddur.
Sjá má úrval af myndum frá Twitter og Facebook hér að neðan.
1983 siv mömmu. Ég held 1981#verbúðin pic.twitter.com/zLSEjPGKHN
— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) February 13, 2022
Við Brynja systir fórum kannski ekki á vertíð á níunda áratugnum en við reyndum að draga björg í bú með því að tína ber.#verbúðin pic.twitter.com/HUeu4KaonM
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) February 13, 2022
Ég gerði þetta eftir annan þáttinn. Löngu áður en hinu miðaldra fólkinu á Facebook fannst þetta sniðugt.#Verbuðin https://t.co/8fxPqKJMPZ
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) February 13, 2022
Unglingahljómsveit árin '85-'86 gjöriðisvovel #verbúðin #fyrirbæri pic.twitter.com/oLughDfU6w
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) February 13, 2022
Svona leit maður út á Verbúðardögum. Þessi epíska dúskahúfa er mögulega enn til. Hlakka til að horfa á síðasta þáttinn. Mamma tók líklega myndina. #verbúðin pic.twitter.com/p2cnH8Arvi
— Heida Maria Sigurdardottir (@heidasigurdar) February 13, 2022
Áttubörn og aflaklær #verbúðin pic.twitter.com/5mJ3PU74kT
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 13, 2022
Við systurnar í USA 1985.
— Sprakkar (@OrhildurL) February 13, 2022
Ég með epic sítt að aftan og Tara systir heitinn takandi allt plássið.#verbúðin pic.twitter.com/rJM40W7vLw
Ég var 15 ára á verbúð á Bakkafirði 1997, unnum í saltfiski frá 8 á morgnanna til 10 flest kvöld, ég mátti ráða hvort ég mætti eftir kvöldmat því ég var með jú ekki orðin 16. Engar myndir ertu til, sem "BETUR FER" svaraði vinkona mín 😆 þessi er tekin á sama tíma, #verbúðin pic.twitter.com/NBSieaTZd1
— Gréta Bergrún Jóhannesdóttir (@GretaBergrun) February 13, 2022
Man ekki vel eftir þessum tíma en ég held ég hafi stolið þessum Volvo #verbúðin pic.twitter.com/feBTzYiIkq
— Hjalti Harðar (@hhardarson) February 13, 2022