Loka­þáttur Ver­búðarinnar verður sýndur á RÚV í kvöld og ljóst er að lands­menn iða í skinninu að komast að því hvernig saga út­gerðar­vinanna endar.

Margir net­verjar hafa undir­búið sig undir loka­þáttinn með því að birta gamlar myndir af sér á sam­fé­lags­miðlum frá þeim tímum er Ver­búðin gerðist.

Meðal þeirra sem birt hafa myndir af sér eru forsetafrúin Eliza Reid, Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, Birta Björns­dóttir, frétta­maður á RÚV, og ljós­myndarinn Kjartan Þor­björns­son, sem reið á vaðið strax eftir annan þátt seríunnar.

Þá sagðist leikarinn og útvarpsmaðurinn Felix Bergsson hafa unnið leikinn og birti mynd af sér frá tónleikum með Greifunum árið 1986 og Gísli Örn Garðarson, einn af höfundum og aðalleikurum Verbúðarinnar, birti mynd af sér að reikna úr fiskveiðiheimildir árið 1990 á forláta reiknivél.

Ljóst er þó að yngri kyn­slóðir eru fjarri góðu gamni í þessum leik þar sem sögu­svið þáttanna er 9. ára­tugur síðustu aldar, þegar stór hluti lands­manna var ekki fæddur.

Sjá má úr­val af myndum frá Twitter og Facebook hér að neðan.