Skoðanaglaðir og hnyttnir landsmenn nýttu sér að vanda samskiptaforritið Twitter til að tjá sig um leik Íslands og Þýskalands í handknattleik sem fer fram í kvöld. 

Leikurinn hófst klukkan hálf átta, en netverjar voru duglegir að tjá sig í aðdraganda leiksins undir myllumerkinu „hmruv“ og enn duglegri eftir að leikurinn hófst.  

Leikurinn fer fram í Lanxess-höllinni í Köln, einni bestu handboltahöll heims, en markmið liðsins var að komast í milliriðlana. 

Spennan fer misjafnlega í landann.