Í heilum lítra af Nicks ís er sami fjöldi hitaeininga og er í einni kúlu af hefðbundnum mjólkurís. En það besta er að ísinn bragðast einstaklega vel, er laus við öll gerviefni og uppfyllir helsta markmið fyrirtækisins sem er að frábært bragð er framar öllu.

Saga bak við Nicks ísinn er einkum áhugaverð. Nicks hófst árið 2013 þegar stofnandinn, Niclas (Nick) Luthman var greindur með forstig sykursýki. Í kjölfarið fylgdi Nick ströngu lágkolvetna- og bólgueyðandi mataræði sem við þekkjum í dag sem ketó mataræðið. Með breyttu mataræði náði Nick aftur stjórn á blóðsykrinum og heilsunni. En breytt martaræði dró ekki úr lönguninni í góðan ís sem hafði verið í uppáhaldi hjá Nicks frá unga aldri.

Þrátt fyrir ítarlega leit fann Nick ekki bragðgóðan lágkolvetna ís í sínu heimalandi, Svíþjóð. Nick tók því málin í sínar hendur og stofnaði LUB Foods og hóf að gera tilraunir með sykurlausan ís. Nick setti markið hátt því nýi ísinn átti að bragðast eins og hefðbundinn mjólkurís en innihalda 90% færri hitaeiningar. Í samstarfi við Epogee Foods þróaði Nicks nýja aðferð til að búa til ís úr repjuolíu og EPG jurtum þar sem ísinn inniheldur 92% færri hitaeiningar en hefðbundinn mjólkurís. Í stað sykurs notar Nicks stevíu, munkaávöxt, erythritol og xylitot. Allt eru þetta sykrur sem hafa lítil áhrif á blóðsykurinn.

FBL Nicks ísinn 2.jpeg

Nicks ísinn fæst með mörgum bragðtegundum og er líka til vegan.