Andrew Cooper sem fjallar um Fantasy-hlið NFL-deildarinnar í amerískum ruðningi, deilir skemmtilegri mynd á Twitter í dag þar sem hann hrósar flugþjóni Icelandair fyrir þjónustuna og skorar á flugfélagið að hækka launin hans.
Í færslunni lýsir Cooper því hvernig hann hafi beðið flugþjón um ráð þegar kæmi að næturlífinu á Íslandi og er óhætt að segja að hann hafi fengið greinargott svar.
Yo @Icelandair, just wanted to let you know you have a LEGEND on the crew. Told one of the flight attendants I was going to Reykjavík to party on my honeymoon and he came back with these!
— Andrew Cooper (@CoopAFiasco) October 30, 2022
Didn’t get his name but it was flight FI630 from Boston - my man needs a raise! pic.twitter.com/vjSY10N10w
Cooper segist ekki vera með nafnið á umræddum flugþjón sem var í flugi Icelandair frá Boston en hann gaf honum ýmist ráð með veitingastaði, skemmtistaði, næturbita og daglegt líf á Íslandi.