Andrew Cooper sem fjallar um Fantasy-hlið NFL-deildarinnar í amerískum ruðningi, deilir skemmtilegri mynd á Twitter í dag þar sem hann hrósar flugþjóni Icelandair fyrir þjónustuna og skorar á flugfélagið að hækka launin hans.

Í færslunni lýsir Cooper því hvernig hann hafi beðið flugþjón um ráð þegar kæmi að næturlífinu á Íslandi og er óhætt að segja að hann hafi fengið greinargott svar.

Cooper segist ekki vera með nafnið á umræddum flugþjón sem var í flugi Icelandair frá Boston en hann gaf honum ýmist ráð með veitingastaði, skemmtistaði, næturbita og daglegt líf á Íslandi.