Bandaríski leikarinn David Adkins, betur þekktur sem Sinbad, hefur verið á hægum batavegi undanfarin tvö á eftir að hafa fengið heilablóðfall í október 2020.
Leikarinn, sem er 66 ára, naut mikilla vinsælda á sínum tíma og sló fyrst í gegn sem uppistandari. Þá lék hann fjölmörgum gamanmyndum og þáttum á sínum tíma, til dæmis jólamyndinni Jingle All The Way ásamt Arnold Schwarzenegger.
Sinbad var haldið sofandi í nokkrar vikur eftir heilablóðfallið og var hann alls níu mánuði á sjúkrahúsi.
Aðstandendur hans birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir varpa ljósi á bataferli leikarans. Sinbad þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt og er hann nú farinn að geta stigið í fæturna með aðstoð göngugrindar.
„Framfarirnar eru stórkostlegar og útlimir sem taldir voru „dauðir“ eru að lifna við,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þá er haft eftir Sinbad sjálfum að hann muni aldrei gefast upp og hann muni ekki hætta fyrr en hann getur gengið óstuddur yfir sviðið.