Banda­ríski leikarinn David Adkins, betur þekktur sem Sin­bad, hefur verið á hægum bata­vegi undan­farin tvö á eftir að hafa fengið heila­blóð­fall í októ­ber 2020.

Leikarinn, sem er 66 ára, naut mikilla vin­sælda á sínum tíma og sló fyrst í gegn sem uppi­standari. Þá lék hann fjöl­mörgum gaman­myndum og þáttum á sínum tíma, til dæmis jóla­myndinni Jing­le All The Way á­samt Arn­old Schwarzeneg­ger.

Sin­bad var haldið sofandi í nokkrar vikur eftir heila­blóð­fallið og var hann alls níu mánuði á sjúkra­húsi.

Að­stand­endur hans birtu yfir­lýsingu í gær þar sem þeir varpa ljósi á bata­ferli leikarans. Sin­bad þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt og er hann nú farinn að geta stigið í fæturna með að­stoð göngu­grindar.

„Fram­farirnar eru stór­kost­legar og út­limir sem taldir voru „dauðir“ eru að lifna við,“ segir meðal annars í yfir­lýsingunni. Þá er haft eftir Sin­bad sjálfum að hann muni aldrei gefast upp og hann muni ekki hætta fyrr en hann getur gengið ó­studdur yfir sviðið.