Brynjar Benediktsson er kennari ásamt Alrúnu Ösp Herudóttur. Hann segir námskeiðið hugsað fyrir öll þau sem hafa áhuga á að kynnast þeim fjölbreyttu aðferðum og tólum sem hægt er að nota til flengileikja. Farið verður yfir grundvallaratriði flengileikja, uppbyggingu góðra flengileikja og hvað beri að varast.

„Og við ætlum að fara yfir mismunandi áhöld,“ segir Brynjar, sem hefur áður kennt á námskeiðum á vegum BDSM félagsins. Hann hefur þó ekki kennt hýðingar áður nema í aðstoðarhlutverki.

Brynjar segir BDSM-námskeiðin gjarnan vel sótt og fólk mæti í fullri alvöru og þau hafi verið laus við háðfugla. „Nei, það hefur ekki verið að koma fyrir. Við höfum verið blessunarlega laus við það,“ segir Brynjar, í takti við tíðarandann og upplýstari umræðu.

„Það hefur mikið breyst síðustu fimm, sex árin. Við tókum sérstaklega eftir því í kringum þá miklu vitundarvakningu sem varð þarna í kringum 2015-2016,“ útskýrir Brynjar.

Framhaldsnámskeiðið Flengingar 102 verður í boði í kjölfarið, en Spektrum Reykjavík heldur það í samstarfi við Magnús Hákonarson, sem var formaður BDSM á Íslandi til margra ára. Það námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa flengt lengi en vilja dýpka skilning sinn.

Flengingar 101 verður á miðvikudaginn 20. október í húsakynnum Spektrum á Hringbraut frá kl. 20 til 22.