„Allt í einu fann ég sting og læknirinn leit á mig stór­skrýtinn í framan og ég hugsaði: Jæja, þá er komið að því, hún er búin að snúa leginu mínu við. En þá var lykkjan farin,“ sagði Ey­dís Blön­dal, ljóð­skáld og um­hverfis­sinni, í Kvenna­klefanum á Hring­braut í gær.

Hún varð fyrir þeirri ó­þægi­legu reynslu að læknir kippti ó­vart út kopar­lykkjunni hennar í miðri leg­háls­speglun.

Margrét Erla Maack og Salka Gull­brá þátta­stjórn­endur ræddu við Gló­dísi Guð­geirs­dóttur, fim­leika­konu og jarð­fræðing, og Ey­dísi Blön­dal um barn­eignir og getnaðar­varnir. Horfa má á stiklu úr þættinum neðst í fréttinni.

Margrét Erla spurði við­mælendur um getnaðar­varnir og reynslu þeirra af þeim. Gló­dís greindi frá því að hún væri á kopar­lykkjunni en ætti erfitt með hana vegna aukinna blæðinga eins og margar konur kannast við. „Það er hræði­legt. Mér blæðir út mánaðar­lega,“ sagði Gló­dís.

Margrét Erla sagðist vera á pillunni sem þýddi að hún væri ekki með neina kyn­hvöt. Sagðist Salka nota smokkinn.„Ég tala fyrir því að við förum til baka í það sem okkur var kennt í kyn­fræðslunni sem er smokkurinn,“ sagði Salka.

„Ætlaði hvort sem er að hætta á lykkjunni“

Ey­dís sagðist hafa góða reynslu af lykkjunni þrátt fyrir á­kveðinn járnskort. Lýsti hún svo at­vikinu þegar læknir tók ó­vart lykkjuna úr henni.

„Svo var ég um daginn í leg­háls­speglun og læknirinn kippir ó­vart út kopar­lykkjunni minni,“ lýsti hún og sagðist að sjálf­s­ögu hafa fundið fyrir því.

„Allt í einu fann ég sting og læknirinn leit á mig stór­skrýtinn í framan og ég hugsaði: Jæja, þá er komið að því, hún er búin að snúa leginu mínu við. En þá var lykkjan farin.“

Segist hún hafa strax orðið reynt að gera lítið úr að­stæðum. „Ég sagði bara að þetta var allt í lagi, að ég ætlaði hvort sem er að hætta á lykkjunni,“ sagði hún og hló.

„Þá fór „peop­le-plea­ser-inn“ minn í milljón. Sagði bara: Nei nei, þetta er allt í lagi, en fyndið, ó­mægod, æj þetta var hvort sem er ó­þægi­legt.“