„Elsku fólk! Þetta er alls ekki í lagi. Ekki fá „góðar“ hugmyndir þegar þið sjáið svona á samfélagsmiðlum. Hjálpumst frekar að við að upplýsa hvort annað um það hversu mikilvægt það er að vernda þessa litlu engla gegn hvers kyns efnaáreiti,“ skrifar Una Emilsdóttir læknir og eiturefnaaðgerðarsinni á Instagram-síðu sinni, og birtir skjáskot af myndbandi á TikTok, þar sem ungbarn er með andlitsmaska.

Í hlaðvarpsþættinum 24/7 í umsjón Begga Ólafs, talar Una um skaðsemi óæskilegra efna sem leynast víða í umhverfi okkar.

„Mitt helsta áhugamál hvernig maður getur notað þekkingu að vopna að fyrirbyggja einhverja kvilla og vandamál sem er hægt að forðast með því að taka góðar ákvarðanir. Það er boðskapurinn sem ég er búin að reyna að deila síðastliðin ár,“ segir Una.

Aðspurð segir Una að um hundrað þúsund efni í umhverfi okkar sem hafa ekki verið rannsökuð og Íslendingar eru að neyta.

„Ég hef töluverðar áhyggjur af því sem er í þessum sterku hreinsiefnum og snyrtivörum. Húðin er okkar stærsta líffæri og við tökum upp í gegnum húðina það sem við erum að bera á okkur,“ segir hún.

Viðtalið við Unu má heyra í heild sinni hér að neðan.

@beautifulqueen646 have you ever seen a baby with face mask🤔#fyp #viral #baby #adorable #foryou #cute #mommylife ♬ you are my sunshine - christina perri