Teresa Irwin, ástralskur kvensjúkdómalæknir, hvetur fólk til að láta af þeim ósið að pissa á meðan það er í sturtu. Skiptar skoðanir virðast vera um þetta því ýmsir vilja meina – og benda réttilega á – að það sparar vatn að þurfa ekki að sturta niður.
Teresa segir þó að ákveðnar heilsufarslegar og praktískar ástæður liggi að baki þessari skoðun hennar. Teresa er virk á TikTok þar sem hún fræðir fylgjendur sína um allt milli himins og jarðar þegar kemur að heilsu fólks.
Í myndbandi sem hún birti fyrir skemmstu og ástralski netmiðillinn News.co.aufjallar um segir hún það rétt að það er auðveldara að tæma þvagblöðruna ef pissað er standandi. Ef fólk venur sig hins vegar á það að pissa í sturtu fari það ómeðvitað að tengja saman rennandi vatn og þvaglát.
„Það er eitthvað sem maður vill ekki endilega, að þurfa allt í einu að pissa um leið og skrúfað er frá krana,“ segir hún og nefnir til dæmis aðstæður þegar fólk er að vaska upp eða þvo sér um hendurnar.
Í umfjöllun News.co.au kemur fram að Teresa sé ekki eini læknirinn sem heldur þessu fram. Annar læknir, Alicia Jeffrey-Thomas, hélt þessu sama fram á síðasta ári. Sagði hún að þetta gæti valdið þvagleka hjá þeim sem ekki eru með sterkan grindarbotn og þyrftu ef til vill á þvagblöðru- og grindarbotnsþjálfun að halda.