Í þættinum Matur og Heimili á Hring­braut í kvöld kíkir Sjöfn Þórðar­dóttir í heim­sókn í súkku­laði­gerðina OMNOM þar sem leyndar­dómar súkku­laðisins eru geymdir. Þá lítur hún við á heimili jóla­sveinanna sem eru í óða­önn að undir­búa komu sína til byggða.

Sjöfn heim­sækir Kjartan Gísla­son súkku­laði­gerðar­mann í súkku­laði­gerðina OMNOM og fær hann til fletta ofan af leyndar­dómum súkku­laðisins og hvernig það eru unnið.

Omnom er eina súkku­laði­gerðin á Ís­landi sem sér­hæfir sig í svo­kölluðu ,,baun í bita” súkku­laði og hafa Kjartan og fé­lagar frá upp­hafi einungis notað há­gæða kakóbaunir hvaða­næva að úr heiminum.

Síðan fer Sjöfn í inn­lit til jóla­sveinanna sem bjóða henni heim en það er ekki sjálf­gefið að fá að koma inn á heimili jóla­sveinanna eins og þeir segja sjálfir frá.

Bjúgna­krækir og Kerta­sníkir taka á móti Sjöfn á heimili sínu og ræða heimilis­stílinn. „Heimilis­stíllinn okkar er jóla­legur og við erum svo­lítið að vinna ís­lenska stílinn frá 16. öld. Við erum alltaf að breyta og gera betur, bara í okkar stíl,“ segir Kerta­sníkir og Bjúgna­krækir tekur undir í sama streng.

Jóla­hefðir og siðir jóla­sveinana í matar­venjum hafa haldist við í aldan rás. „Við elskum hangi­kjöt og við læðumst stundum niður á bónda­bæi, ekki oft samt en stundum, og fáum okkur smá, ekkert mikið samt,“ segja þeir bræður, Kerta­sníkir og Bjúgna­krækir en segjast jafn­framt bæta bændunum það upp því bændurnir séu farnir að setja skóinn út í glugga.

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri upplifun Sjafnar í heimsókn til OMNOM og á heimili jólasveinanna í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.