Söngkonan Lady Gaga kom sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í gær en Gaga vann til þrennra verðlauna fyrir lagið Shallow, meðal annars fyrir besta poppflutninginn og besta poppdúettinn.

Flutningur söngkonunnar á laginu í gær var enda nokkuð magnaður en myndbandi af flutningnum hefur verið deilt þúsundum sinnum á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi og í dag.

Sjá einnig: Musgraves, Gambino og Lady Gaga unnu flest verðlaun

Lagið flutti söngkonan upprunalega ásamt leikaranum Bradley Cooper og brá því að sjálfsögðu fyrst fyrir í kvikmyndinni A Star Is Born sem notið hefur gríðarlegra vinsælda um heim allan og er Ísland ekki undanskilið.

Sjá má þennan magnaða flutning hér að neðan.