Lífið

Lady Gaga með kraft­­mikinn flutning á Shall­ow

Lady Gaga flutti lagið Shallow með kraftmiklum hætti á Grammy verðlaunahátíðinni í gær.

Lady Gaga á Grammy verðlaunahátíðinni. Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Lady Gaga kom sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í gær en Gaga vann til þrennra verðlauna fyrir lagið Shallow, meðal annars fyrir besta poppflutninginn og besta poppdúettinn.

Flutningur söngkonunnar á laginu í gær var enda nokkuð magnaður en myndbandi af flutningnum hefur verið deilt þúsundum sinnum á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi og í dag.

Sjá einnig: Musgraves, Gambino og Lady Gaga unnu flest verðlaun

Lagið flutti söngkonan upprunalega ásamt leikaranum Bradley Cooper og brá því að sjálfsögðu fyrst fyrir í kvikmyndinni A Star Is Born sem notið hefur gríðarlegra vinsælda um heim allan og er Ísland ekki undanskilið.

Sjá má þennan magnaða flutning hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Að­stoðaði Lady Gaga fyrir A Star Is Born

Lífið

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Lífið

Tíu bestu frammi­stöður dýra árið 2018

Auglýsing

Nýjast

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Auglýsing