Lífið

Lady Gaga kemur Cardi B til varnar

Söngkonan Lady Gaga segist styðja rapparann Cardi B sem orðið hefur fyrir aðkasti á netinu eftir sigur sinn á Grammy verðlaununum á sunnudaginn.

Lady Gaga og Cardi B eru vinkonur. Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Lady Gaga segir að tónlistariðnaður nútímans sé konum gífurlega erfiður og kemur rapparanum Cardi B jafnframt til varnar í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún tjáir sig um þann „skít“ sem segist hafa fengið síðustu daga eftir sigur sinn á Grammy verðlaunahátíðinni á sunnudag.

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hélt Cardi B sannkallaða eldræðu á samfélagsmiðlinum Instagram, áður en hún hætti alfarið á honum, þar sem hún sagðist gífurlega ósátt við það sem talið er hafa verið netníð í hennar garð eftir að í ljós kom að hún vann til Grammy verðlaunanna fyrir bestu rappplötuna.

Sjá einnig: Cardi B hættir í bræði á Instagram

„Ég er dauðþreytt á þessu kjaftæði, ég vann ógeðslega hart að mér fyrir þessa helvítis plötu,“ segir rapparinn en hún fór ítarlega í það hversu erfitt það var fyrir sig að framleiða plötuna en rapparinn var ólétt á meðan framleiðsluferlinu stóð. Lady Gaga situr ekki á skoðunum sínum um málið.

„Það er svo erfitt að vera kona í þessum iðnaði. Það sem það tekur, hversu mikið við vinnum í gegnum vanvirðinguna, bara til þess að skapa list. Ég elska þig Cardi. Þú átt skilið verðlaunin þín. Fögnum baráttunni hennar. Lyftum henni upp og heiðrum hana. Hún er hugrökk.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Lady Gaga með kraft­­mikinn flutning á Shall­ow

Lífið

Lady Gaga biðst af­sökunar á að hafa unnið með R Kel­ly

Lífið

Bjart­­sýn á fram­­tíð #MeT­oo hreyfingarinnar

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Auglýsing