Lífið

Lady Gaga biðst af­sökunar á að hafa unnið með R Kel­ly

Lady Gaga hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á því að hafa unnið með tónlistarmanninum R Kelly árið 2013 og segir að hugarfar sitt hafi verið brenglað á þeim tíma. Tónlistarmaðurinn hefur ítrekað verið sakaður um gróf kynferðisbrot.

R Kelly og Lady Gaga. Fréttablaðið/Getty

Tónlistarkonan víðfræga Lady Gaga baðst í morgun afsökunar á því að hafa starfað með tónlistarmanninum R Kelly í laginu „Do What U Want“ árið 2013, en tilkynninguna birtir hún á Twitter síðu sinni og má sjá færsluna hennar hér að neðan.

Kynferðisbrot tónlistarmannsins hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna heimildarþáttanna „Surviving R Kelly“ þar sem fórnarlömb rapparans  ræða reynslu sína en þátturinn kom út fyrir rúmlega viku síðan. Rapparinn hefur ítrekað verið sakaður um að hafa kynferðislega misnotað ungar stúlkur og þá bárust fréttir af því árið 2017 að hann hefði hneppt fjölda kvenna í kynlífsánauð.

Í tilkynningunni sinni segist Lady Gaga „standa 1000 prósent“ með konunum sem sakað hafa rapparann um kynferðisbrot og að hún trúi þeim og viti að þær þjáist en vilji að rödd þeirra verði tekin alvarlega og að hlustað verði á þær.

Þá segir hún að lagið „Do What U Want (With My Body)“ sýni hvað hugsunarháttur hennar hafi verið „brenglaður“ á þessum tíma en leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið, Terry Richardson, hefur einnig verið sakaður um kynferðisbrot.

„Ef ég gæti farið til baka og talað við mitt yngra sjálf þá myndi ég segja henni að fara í gegnum þá meðferð sem ég hef farið í síðan þá svo ég gæti skilið þá áfallastreituröskun sem ég var að upplifa,“ skrifar Lady Gaga meðal annars en hún segist einnig ætla að fjarlæga lagið frá Itunes og öllum streymisveitum og hefur heitið því að vinna aldrei með R Kelly aftur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Lífið

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing

Nýjast

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

Auglýsing