Lífið

Boðið upp á bjórinn Skyld'að vera stóla­hljóð

Borg Brugghús ætlar sér að kynna nýjan jólabjór á Klaustur Bar í kvöld en nafn bjórsins er tilvísun í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Klaustursmálinu.

Þetta verður merki bjórsins.

Bjórbruggverksmiðjan Borg Brugghús kynnir á Facebook síðu sinni glænýjan og grenjandi ferskan Pale Ale bjór sem þegar þessi orð eru skrifuð er í töppun. 

Um er að ræða bjórinn SKYLD'AÐ VERA STÓLAHLJÓÐ NR.T13 og verður hægt að smakka bjórinn á Klaustur Bar í kvöld klukkan 21:00.

Líkt og alþjóð veit er hér um að ræða snúning á ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem fullyrti að meint selahljóð sem þingmenn gerðu með vísun í Freyju Haraldsdóttur hefðu verið hljóð í stóli að hreyfast auk jólalagsins Jólahjól.

SKYLD'AÐ VERA STÓLAHLJÓÐ NR.T13 er ríkulega humlaður með El Dorado og Mosaic humlum og er  „hættulega aðgengilegur á sama tíma.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing