Lífið

Boðið upp á bjórinn Skyld'að vera stóla­hljóð

Borg Brugghús ætlar sér að kynna nýjan jólabjór á Klaustur Bar í kvöld en nafn bjórsins er tilvísun í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Klaustursmálinu.

Þetta verður merki bjórsins.

Bjórbruggverksmiðjan Borg Brugghús kynnir á Facebook síðu sinni glænýjan og grenjandi ferskan Pale Ale bjór sem þegar þessi orð eru skrifuð er í töppun. 

Um er að ræða bjórinn SKYLD'AÐ VERA STÓLAHLJÓÐ NR.T13 og verður hægt að smakka bjórinn á Klaustur Bar í kvöld klukkan 21:00.

Líkt og alþjóð veit er hér um að ræða snúning á ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem fullyrti að meint selahljóð sem þingmenn gerðu með vísun í Freyju Haraldsdóttur hefðu verið hljóð í stóli að hreyfast auk jólalagsins Jólahjól.

SKYLD'AÐ VERA STÓLAHLJÓÐ NR.T13 er ríkulega humlaður með El Dorado og Mosaic humlum og er  „hættulega aðgengilegur á sama tíma.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Lífið

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Lífið

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing

Nýjast

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Fyrst konur og nú karlar á trúnó

Breyttu Iceland í sann­kallað ís­land

Meg­han sögð van­treysta föður sínum

Auglýsing