Menning

Kynna fjölþjóðlega listheima á mettíma

Húsnæði SÍM við Hafnarstræti þar sem listamannaspjallið fer fram.

Gestalistamenn SÍM (Sambands íslenskra myndlistarmanna) standa fyrir listamannaspjalli í SÍM-húsinu við Hafnarstræti 16 klukkan 16 í dag. Þeir eru fjórtán talsins og koma frá öllum heimshornum, allt frá Norður-Kóreu til Kanada, að sögn Katrínar Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra SÍM.

„Spjallið verður með hraðstefnumóta-ívafi þar sem hver listamaður kynnir verk sín á fimm mínútum. Síðan situr hann fyrir svörum í aðrar fimm mínútur. Þannig gengur þetta koll af kolli og því fá gestir tækifæri til að kynnast fjölþjóðlegum listheimum á mettíma,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir.

„Allt þetta fólk hefur dvalið hér síðustu vikur og verður áfram út mánuðinn og sumt lengur. Að minnsta kosti þrír úr hópnum voru hér í fyrra líka og Gabriel Goldberg hefur verið viðloðandi Ísland síðustu ár, hann er tónlistarmaður líka. Svo hefur George Scott MacLeod verið að vinna með víkingana og söguhefðina í samvinnu við HÍ. Hann er núna að taka upp myndbandsverk með henni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur myndlistarkonu,“ upplýsir Helena.

Spjallið fer fram á ensku. Kaffi og aðrar veitingar verða á boðstólum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Hömlulaus og hamflett í Tvískinnungi

Menning

Heimildirnar eru bensínið

Menning

Áfram steyma ljóð og blek í Listasal Mosfellsbæjar

Auglýsing

Nýjast

Al­nafni John Lewis fær jóla­aug­lýsingu

Billy Idol orðinn banda­rískur ríkis­borgari

Leynigestur með blómvönd gerði allt vitlaust

Þrýstu á Carell um endurkomu The Office

Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum

Flett ofan af Baldri Muller á stjórnmálaspjallinu

Auglýsing