Ragna Steinunn Arnars­dóttir segir alls konar hluti fyrir kynja­veislur njóta mestra vin­sælda af þeim veislu­halda­varningi sem hún selur á partínet­verslun sinni Par­tyogco. Þannig hafi einn við­skipta­vinur ný­lega keypt tíu kíló af lituðu púðri sem síðan var látið gossa úr flug­vél í kynja­veislu.

„Við vildum bjóða upp á eitt­hvað sem var ekki í boði áður,“ segir Ragna sem annar einnig mikilli eftir­spurn eftir fót­boltum, golf­kúlum, blöðrum og bombum sem eru notuð til að gefa kyn væntan­legs barns til kynna með kunnug­legum lita­kóðum; bleiku eða bláu púðri.

„Svo eru líka til svona skaf­miðar þar sem allir í partíinu skafa þangað til annað­hvort blátt eða bleikt kemur í ljós,“ segir Ragna sem viður­kennir að hún hafi í upp­hafi verið dá­lítið smeyk við að flytja vörurnar inn, enda kynja­veislur til­tölu­lega ný­byrjaðar að ryðja sér til rúms hér­lendis.

„En þetta hefur al­gjör­lega sprungið út,“ segir Ragna og tekur fram að auð­vitað séu mis­jafnar skoðanir á slíkum veislum. Ekki síst nú þegar al­mennt sé sam­þykkt að kynin séu fleiri en bara tvö. „En fólk ræður þessu auð­vitað sjálft.“

Ragna Steinunn Arnars­dóttir segir alls konar hluti fyrir kynja­veislur njóta mestra vin­sælda af þeim veislu­halda­varningi sem hún selur á partínet­verslun sinni Par­tyogco.
Mynd/Aðsend

Síðasti við­skipta­vinur Rögnu þurfti mikið magn af slíku dufti þar sem ætlunin var að sleppa því úr flug­vél fyrir væntan­lega for­eldra og gesti að sjá. „Þau töluðu við okkur um helgina og höfðu reynt að búa duftið til sjálf án árangurs. Það var auð­vitað minnsta málið að redda þeim og þetta kom sjúk­lega vel út,“ segir Ragna en alls þurfti tíu kíló í verkið.

Par­tyogco býður hins vegar ekki að­eins upp á hluti í kynja­veislur heldur hafa svo­kallaðar kampa­víns­byssur vakið mikla at­hygli. „Þær hafa verið ekkert smá vin­sælar, enda slá þær í gegn í öllum partíum,“ segir Ragna og hlær.

Hún segir byssurnar hafa verið sér­stak­lega vin­sælar fyrir Þjóð­há­tíð en byssurnar taka heila kampa­víns­flösku sem svo er hægt að nota til að sprauta upp í vini og vanda­menn. „Þær virka sem sagt á allt sem er með gosi í en best á kampa­vínið – það er mesti krafturinn í því,“ segir hún hlæjandi.

Par­tyogco býður hins vegar ekki að­eins upp á hluti í kynja­veislur heldur hafa svo­kallaðar kampa­víns­byssur vakið mikla at­hygli.
Mynd/Aðsend