Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott eignuðust sitt annað barn fyrr í mánuðinum.

Jenner greindi frá kyni og nafni barnsins á Instagram um helgina, sem er drengur og hefur verið nefndur Wolf, eða Úlfur á íslensku.

Fyrir á parið dótturina Stormi, fjögurra ára. En einn dagur er á milli afmælisdag barnanna 1. og 2. febrúar.