Samfélagsmiðlastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur látið fjarlægja fyllingar úr vörum sínum. Þetta nýjasta útspil hefur vakið mikla athygli, en Kylie hefur látið sprauta fyllingu í varir sínar frá því hún var fimmtán ára gömul. Hún verður 21 árs í næsta mánuði.
Varir Kylie eru þekktar um lönd og strönd og hafa meðal annars verið eitt af einkennismerkjum snyrtivörulínu hennar Kylie Cosmetics, eða snyrtivörur Kylie sem eru gífurlega vinsælar.
Kylie greindi sjálf frá þessari breytingu á Instagram síðu sinni þar sem yfir hundrað milljón manns um heim allan fylgjast með ævintýrum hennar. Fregnirnar færði hún í athugasemd undir mynd af sér þar sem aðdáendur höfðu minnst á að hún liti út eins og „hin gamla Kylie.“ Þar var hún ekkert að flækja málin og ritaði einfaldlega:„Ég losaði mig við alla fyllingu,“
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fékk stjarnan sér varafyllingar eftir að strákur sem hún hafði kysst gagnrýndi stærð þeirra.
Kylie Jenner er yngst af Kardashian systrunum og hefur verið hluti af raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians, eða Haltu fast í Kardashian-systurnar í tíu ár. Á síðari árum hefur athafnakonan þó einbeitt sér að fyrirtæki sínu sem framleiðir geysivinsælar snyrtivörur.
Athugasemdir