Milljarða­mæringurinn hefur vakið mikla at­hygli eftir að hún sýndi leynda söng­hæfi­leika sína á YouTu­be á dögunum. Í mynd­bandinu fylgir Kyli­e á­horf­endum í gegnum höfuð­stöðvar snyrti­vöru­fyrir­tækis síns Kyli­e Cos­metics.

At­vikið á sér stað undir lok mynd­bandsins þegar hún á­kveður að vekja dóttur sína, Stormi, með því að syngja nokkur orð fyrir hana. „Við ætlum að vekja Stormi og koma okkur síðan héðan og skoða her­bergið hennar,“ segir Kyli­e áður en hún labbar inn í her­bergið. Þar næst syngur hún fyrir dóttur sína að hún eigi að vakna þrátt fyrir að það væri greini­legt að Stormi væri nú þegar vöknuð.

Þar að auki birti söng­konan Ariana Grande mynd­band á Insta­gram þar sem hún leikur sönginn eftir og biður um leyfi Jenner fyrir að nota sönginn í næsta lagi sínu. Jenner svarar því að sjálf­sögðu játandi þar sem hún og Grande eru vin­konur en Kyli­e segir það vera skil­yrði að hún fái að vera í mynd­bandi Ari­önu við lagið.

Hér má sjá kynningarmyndband Kylie í heild sinni: